sunnudagur, apríl 29, 2007

Óbærileg tilvera léttleikans.

Hitti konu áðan sem sagðist nú fyrst skilja hvað "fun loving" þýddi og sagðist vera fun loving. Ég hugsaði með mér að allir hlytu að vera fun-loving samkvæmt eigin skilgreiningum á "fun".
Það finnst ekkert öllum það sama vera gaman. Mér finnst t.d. ekkert spes að sprengja plastbólur en mamma elskar það. Ég hef hinsvegar mjög, mjög gaman af því að borða vel útilátinn morgunverð gerðan úr úrvals hráefnum og fletta blaði um leið. Það fyrir mér er Fun. Mér finnst ekkert spes að versla en Edda dóttir mín er fyrir mér, endalaus uppspretta föns. Lúðrasveitir finnast mér pirrandi... og inka sveitir í útlenskum borgum... en lírukassapar eru sætir....