Marínó Nói Dúason er ekki dauður úr leiðindum
Javoll... ég þarf að vera inni. Inni þangað til á mánudaginn. Það er svo rosalega ekki neitt rosalega skemmtilegt. Samt er þessi dagur búin að vera sæmilegur.
Mamma hringdi frá Kanarí og sagðist vera að fara að taka þátt í tískusýningu. Það er gaman að eiga mömmu sem er sýningardama. Svo kom pabbi á stórum jeppa og færði mér hamborgara. Það er gaman að eiga pabba sem kemur á stórum jeppa og gefur manni hamborgara.
Ásdís hringdi, Theresa hringdi, Eva hringdi og Emilía hringdi. Það var gaman. Þær eru allar svo yndislegar og það er svo gaman að fá "hvernig hefurðu það" símtöl þegar maður er bara inni hjá sér að klepra.
Ég geri ekki annað en að skoða myspace síður. Það eru skemmtilegri hannyrðir en útsaumur eða púsl. Tengslanetsútsaumur.
Kom mér upp prýðilegu karlabúri á myspace. Ágætis þrýstingur mót hinum ægilega hallærislegu kvennabúrum sem þar er að finna í tugþúsundatali. Munurinn á karlabúrinu mínu og kvennabúrunum á myspace er hinsvegar sá að karlarnir mínir eru allir myndarlegir, hæfileikaríkir svo um munar og góðum gáfum gæddir. Til að komast í standard kvennabúr á myspace þarf mar hinsvegar bara að vera hot.
Mér leiðist hálfpartinn. Manni þarf að leiðast svolítið til að langa til að búa til karlabúr á myspace.
|