Ég vil ganga minn veg
Í dag heyrði ég skemmtilegar fréttir.
Mér skilst að hópur fólks hafi verið að ræða pistilinn minn um hana Leni Riefenstahl og tyrfa í því hvort það væri heppilegt að nefna hana sem fyrirmynd eða ekki. Margir voru víst hneykslaðir á mér "að nefna nasista" sem fyrirmynd. Mér finnst það alltaf svolítið sætt þegar fólk hneykslast á mér.
Ég ætla nú ekki að segja mikið við þessu enda er það ekki þess virði. Ef fólk sér ekki hvað var fallegt við Leni og hennar ævi, þá verður bara að hafa það. Enda er þetta alltaf sama sagan, fólk trúir því sem það vill trúa og sér það sem það vill sjá.
|