sunnudagur, mars 25, 2007

Idiocracy og Leg

Í gærkvöldi horfði ég á kvikmyndina Idiocracy sem minnir töluvert mikið á söngleikinn Leg. Myndin er eftir Mike Judd sem gerði t.d Office Space, þá stórkostlega fyndnu mynd.

Idiocracy á það sameiginlegt með "The Sleeper" eftir Woody Allen, að fjalla um normal mann sem vaknar eftir 500 ár og allt er orðið breytt.
Í Sleeper er allt orðið rosalega háþróað og enginn vill kynlíf, en í Idiocracy hefur alger hnignun átt sér stað. Mennirnir orðnir ótrúlega heimskir, graðir, feitir og asnalegir. Allt er sponsað. Fólk er meira að segja sponsað fyrir að segja hluti eins og að kiki tyggjó sé gott, eða eitthvað álíka.
Svo eru allir hættir að drekka vatn en í staðinn er kominn einskonar Gatorade í kranana.

Mynd þessi, sem vissulega er svaka ádeila, hefur ekki fengið neina dreifingu í bandaríkjnum og fyrir hana var ekki einu sinni búið til press-kit, sem er gert fyrir allar myndir. Kannski að hún hafi komið við kaunann af því í rauninni þarf ekkert að fara í framtíðina til að sjá í hvað stefnir, eða í hvaða mál við erum komin. Virkja, sponsa, fróa og forheimska...

Það fyndna er að þegar ég var í Kópavogsskóla hér um árið, þá leið mér nákvæmlega eins og aðalsöguhetjunni í myndinni. Mér fannst ég umkringd fávitum og fannst ég neyðast til að skerða orðaforða minn til að gera mig skiljanlega. Og vitanlega varð níðst á mér eins gaurnum í Idiocracy sem var allt of "hommalegur" fyrir mannskapinn. Hopp og hí....

Úff... svo gleymi ég því aldrei, nokkrum árum síðar, þegar ég sá mynd af forsprakka níðingskaparins í DV . Hún var með svona 45 "aukakíló", með sömu ljótu burstaklippinguna, í ógeðslega ljótum peach lituðum rjómatertubrúðarkjól sem fyllti upp í rýmið og með svona lítinn, ljótan burstaklipptann skakkbrosandi mann sér við hlið.

Þá hlakkaði nú í mér.

Í Idiocracy er þróunin útskýrð þannig að fólk með greindarvísitölu yfir 110 hefur aldrei tíma til að eignast börn af því það er svo mikið að bíða og ætlar að gera það seinna og eitthvað, og svo þegar að því kemur þá er allt runnið út, en þau með vísitöluna undir 90 eru hinsvegar alltaf hress og til í tuskið og þannig poppa vitleysingarnir út hver á fætur öðrum.

Því miiiðður held ég að þessi þróun sé alls ekki fjarri lagi... og í hvað stefnir? Fólk þarf ekki að vera með starfandi heilasellur til að komast áfram í stjórnmálum. Og í Bandaríkjunum er þetta þegar svo slæmt að það þarf ekki einu sinni að hafa virkar heilasellur til að verða forseti. Mar er bara kosinn... sama hva mar er vitlaus.

Á þessum hlekkjum má fræðast svolítið um dreifingarskortinn á Idiocracy, sem eflaust á ekki eftir að meika það í kvikmyndahúsin hér:

http://www.npr.org/templates/story/story.php?storyId=6172341

http://www.npr.org/templates/story/story.php?storyId=5788260