Glúmur Dúi er ekki dauður
Nei, Glúmur Dúi er ekki dauður enn. Hann tórir og Hreinol brúsinn sem hann ætlaði hugsanlega að nota til sjálfsmorðs stendur óhreyfður við eldhúsvaskinn. Að sprauta sig með Hreinoli er hreinlegur dauðdagi. Glúmi Dúa stendur líka til boða að taka gúlsopa af Dofra, en þar sem lífslöngunin er enn til staðar munu báðar þessar vörur nýttar í önnur verk en að murka úr honum tóruna. Hugsalega er hægt að þrífa klósettið á morgun?
Þetta kvöld í lífi Glúms Dúa hefur liðið nokkuð vel. Hann hefur átt í miklum samskiptum við vini sína, bæði yfir Skype, msn og síma, sem allir hafa hvatt hann til að drepa sig ekki. Hann leit í spegil og hugsaði "marsvín" en lét það ekki á sig fá.
Svo horfði hann á tvo þætti af Dexter og óskaði þess að vera meira eins og Dexter en minna eins og Glúmur Dúi sem tekur of mikið inn á sig, öfugt við Dexter sem er dítatst og með allt undir kontról. Djöfull væri stundum gott að vera dítatst og með allt undir kontról. Það langaði Andy Warhol. Það langar Glúm Dúa. Glúmur Dúi sér stundum sjálfan sig í Andy. Glúmur Dúi sér sig stundum í marsvínum. Glúmur Dúi sér samt bara útum sig. Útum Glúms Dúa kúlurnar, undir augabrúnunum fyrir neðan ennið.
|