þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Að tjá sig (sérlega sjálfhverf bloggfærsla)

Ég held að ég sé ein af þeim sem á auðveldara með að tjá mig með því að skrifa en að tala.
Hef þá upplifun af sjálfri mér að ég sé ekkert rosalega vingjarnleg svona útávið, en hver veit? Hvað veit maður sjálfur um það sem aðrir sjá? Ekki nokkurn skapaðan hlut og það er ávísun á vandræði að ætla sér að fara að álykta um þau mál. Kannski eru margir sem upplifa mig sem algeran ljúfling. Blíða og væna dömu sem klappar, strýkur og býður te með hunangi?

En agglavegana...ég held að ég sé skárri í að skrifa en að tala. Margir eru skárri í að tala en að skrifa. Aðrir eru skárri í að spila á gítar en tala og sumir eru skárri í að mála en dansa. Þeir sem eru betri í að dansa en tala eru oft mikil náttúrubörn. Það er eitthvað fallegt við það.

Howard Gardner, heitir Harvard sáli nokkur sem komst næst því að skilgreina "greind" (skárri í þessu en hinu) með því að búa til sjö eða átta flokka. Sjálf fór ég eitt sinn í mikla skoðun og tók helling af prófum sem áttu á þessum nótum að skera úr um hvaða tujpa ég væri. Ég var látin setja saman mynstur og krossa í reiti og guðmávitahvað. Þetta var frekar þreytandi, en skemmtilegt eftir á að hyggja og upp úr þessari vitleysu fékk ég t.d. að vita það að ég er:

Linguistic (sem styður kenningu mína)

To do with words, spoken or written. People with verbal-linguistic intelligence display a facility with words and languages. They are typically good at reading, writing, telling stories, and memorizing words and dates. They tend to learn best by reading, taking notes, and listening to lectures, and via discussion and debate. They are also frequently skilled at explaining, teaching, and oration or persuasive speaking. Those with verbal-linguistic intelligence learn foreign languages very easily as they have high verbal memory and recall and an ability to understand and manipulate syntax and structure.

Careers which suit those with this intelligence include writers, politicians, and teachers.

Spatial (ég gat öll abstrakt mynstrin rétt og þetta tók fkn meira en klukkutíma)

To do with vision and spatial judgment. People with strong visual-spatial intelligence are typically very good at visualizing and mentally manipulating objects. They have a strong visual memory and are often artistically inclined. Those with visual-spatial intelligence also generally have a very good sense of direction and may also have very good hand-eye coordination, although this is normally seen as a characteristic of the bodily-kinesthetic intelligence.

Careers which suit those with this intelligence include artists, engineers, and architects. (hentar líka vel þegar maður er á framandi slóðum)

Intrapersonal (**)

To do with oneself. Those who are strongest in this intelligence are typically introverts and prefer to work alone. They are usually highly self-aware and capable of understanding their own emotions, goals, and motivations. They often have an affinity for thought-based pursuits such as philosophy. They learn best when allowed to concentrate on the subject by themselves. There is often a high level of perfectionism associated with this intelligence.

Careers which suit those with this intelligence include philosophers, psychologists, theologians, and writers

Ég er hinsvegar alls ekki góð í stærðfræði og þarf virkilega að rembast þegar ég er að hamast við það helvíti.

Mér finnst sjálfri skárra að hugsa um hinar svokölluðu gáfur á þennan hátt heldur en að alhæfa að einhver ein hræða sé gáfaðari en önnur. Að taka einhæft gáfnapróf og líða svo ömurlega eða yfirgengilega stórfenglega, mikilmennskubrjálæðingslega vel eftir því hver útkoman verður.

Eru ekki bara allir skárri í einhverju einu sem annar er verri í? Og með því að skiptast öll niður í skárri og verri náum við að búa til þjóðfélag þar sem allir reyna að þjóna öðrum, hver á sinn hátt, hver með því sem hann getur og ef hann fær ekki að vinna við það sem hann er skárri í, nú þá getur hann/hún í það minnsta dundað sér við útsaum, sorteringar, tónsmíðar, textagerð, líkamsæfingar, dans eða hvað sem hann/hún er skárri í... eftir vinnu eða þegar komið er á eftirlauna aldurinn.

Já sei sei... Eltu þinn innri blossa


Nú ætla ég að horfa á 15. þáttinn af Heroes þar sem hver er öðrum skárri í undarlegustu hlutum. Eflaust með skemmtilegustu þáttum sem ég hef séð lengi. Blossinn minn þessa vikuna. Dásamlegt drama.