laugardagur, febrúar 10, 2007

Ég kann að neimdroppa

Mér finnst ógeðslega fyndið og skemmtilegt að neimdroppa og ég reyni að gera það reglulega. Segjast hafa hitt þennan eða hinn, snert, talað við eða verið í sama radíus. Svo merkilega vill til að ég get líka neimdroppað rosalega feitt án þess að ljúga neinu og þegar ég geri það þá reyni ég að hafa það úr samhengi við aðra umræðu og fremur tilgerðarlegt. Neimdroppið verður þannig einhvernveginn meira í orðsins fyllstu merkingu. Að taka eitthvað og droppa því á gólfið.

Ég hef séð, talað við og verið í radíus við marga fræga. Hápunktunum náði ég í Ameríku, en þar bjó ég um tíma á Malibu strönd og í Hollywood og því fóru frægir ekki framhjá mér. Adam Sandler bjó t.d. í næsta húsi við okkur á Malibu. Þessi dvöl mín gerði mig algerlega nömm fyrir íslenskri frægð og því verð ég aldrei nokkurntíma starströkk hérlendis. Nema gagnvart Dorrit. Enda hefur hún allt sem til þarf. Ég sá t.d. Vígdísi Finnboga í dag og hugsaði "amma".

Ok, ég ætla ekki að neimdroppa akkúrat núna af því ég er að fara út en þegar ég kem til baka þá klára ég kannski þessa neimdroppfærslu með neimdroppi og reyni að hafa það ýtarlegt.
S.s. hvern ég sá og hvort var snert, talað eða bara horft.