Forpokuð forkona femínista
Alltaf þegar ég sé hana þarna Katrínu Önnu, formann Femínistafélagsins, þá verður mér hugsað til lagsins You give love a bad name með Bon Jovi.
Það er nefninlega tilfellið. Þetta félag hefur gert þessari mannréttindabaráttu meira slæmt en gott. Þær hafa margar komið óorði á fínan málstað með ruglingslegum fókus og úr sér gengnum baráttuaðferðum. Margir sem héldu að femin.is og feministi væru sama fyrirbærið fyrir stofnun þessa félags, halda nú að feministi sé það sama og vagina dentata. Einhver andstyggilegur hryllingur sem langar til að gelda allt karlkyns og gera allar konur að mussuhippum með krikaloð sem hata kynlíf á prenti.
Þetta er því miður hinn mesti misskilningur því við sem vitum hvað orðið feministi þýðir með réttu, vitum að feminismi er allskonar og að feministar eru jafn misjafnir og þeir eru margir.
Fyrir mér (sem feminista) er til dæmis öllu mikilvægara að hætt verði að tala niðrandi um svo margt sem konur kunna vel að meta. Eða nota orðið stelpa sem niðrandi lýsingarorð. Eða að gert sé lítið úr því sem konur kunna betur en karlar, eða geta betur eða vilja heldur. Ég vil bara einfaldega að bæði konur og karlar sýni kvenkyninu meiri virðingu.
Friður~*
|