sunnudagur, janúar 07, 2007

svöng svolítið yfir miðnætti

Þrettándinn var að líða. Álfarnir eflaust allir farnir inn til sín aftur með hellu í eyrunum. Fólk sprengir eins og brjálæðingar hér allt í kring.

Ég á hangikjöt í ískápnum sem ég fékk í jólagjöf. Ég á líka eina, stóra rakettu frammi á gangi. Á morgun ætla ég að borða þetta hangiket og skjóta upp rakettunni. Það verður mikið klímax. Kannski segi ég vííííí?

Edda mín hefur sofið þetta allt af sér. Lítil börn sofa svo fast. Þau eru víst í krónísku rem stigi. Alveg kyrr, vegna þess að ef þau væru það ekki þá væru þau gangandi um og gætu þannig farið sér að voða. Lítil börn eru ekki góð að skynja hættur. Hvorki sofandi né vakandi.