Í ameríku
Ameríka ameríka ameríka. Þar er ég. Á staðnum þar sem gamalt ríkt fólk kemur áður en það deyr til að spila golf og borða hrásalat.
Hér er lítið annað hægt að gera en að versla og keyra. Ég hef gert fullt af bæði. Keyrði Mustang blæjubíl og hlustaði á The Animals. Það var sérlega skemmtilegt.
Í morgun fór ég svo ásamt fríðu föruneyti bleiknefja í svertingjamessu í einu gettóinu hérna. Það var hreint frábært. Sjálfur James Brown hefði eins getað verið þarna. Slíkur var fílingur fólksins til Jesú. Hello Somebody, var sagt aftur og aftur og He can fix it... Mér var sagt að trúin flytji fjöll... jafnvel agnarögn af trú... og ég held ég ætli bara að trúa því. Í messunni voru fleiri konur en karlar. Fleiri gamlar konur en ungar og margar þeirra ungu voru með börn. Allir í sparifötunum og margar voru með fínustu hatta. Fjólublátt virtist vera sterkur litur þetta sísonið.
Messan var sérdeilis löng svo ég brá mér aðeins út. Þá sá ég litla eðlu. Hún var mjög sæt. Haggaðist ekki þar sem hún stóð þarna á stéttinni og virti fyrir sér hið risavaxna viðundur sem ég hlýt að hafa verið í hennar augum. Samt held ég að ég hafi ekki verið fyrir eðlunni eins og guð er fyrir mér. Þessi eðla bar það ekki með sér að geta hugsað mjög abstrakt. En hvað veit maður svosum? Hvað veit ég um það hvernig og hvort eðlur velti fyrir sér exístensíalískum spurningum um lífið, tilveruna, mannfólkið og sjálfar sig? Ég veit það hinsvegar að ef það væru fleiri svona skemmtilegir svertingjar á íslandi sem myndu halda svona bráðskemmtilegar svertingjamessur, með hammond og trommum og úbergrúvi, þá færi ég sannarlega oftar í kirkju til að tilbiðja almættið.
Mín tilbeiðsla hingað til hefur verið sérlega ómarkviss og kannski aðallega einkennst af gloppum þar sem ég horfi á heiminn og finnst hann fallegur. Hvort sem það er mannheimur eða heimurinn í náttúrunni. Hóptilbeiðsla hefur aldrei höfðað til mín. Nema núna.
Núna er öll íslenska þjóðin að horfa á skaup það er kennt er við áramót. Ég ætla að horfa á það á eftir. Hér í tölvunni. Hlakka til og geri væntingar af því það virðist hafa tekist að ráða fyndna menn til að gera þetta nú í ár. Reynir Lyngdal og Hugleikur eru fyndnir menn. Halelúja.
|