mánudagur, janúar 22, 2007

Lasin eða ábyrðarlaus glæpamaður?

Hrikalega fer það í taugarnar á mér þegar talað er um kynferðisafbrotamenn sem veika einstaklinga. Vissulega eru þeir "veikir" á sama hátt og innbrotsþjófar, dópsmyglarar eða nauðgarar eru veikir.
Þetta eru fullorðnir einstaklingar sem, líkt og aðrir, vita hver er munurinn á réttu og röngu en kjósa að hundsa það og gera það sem þeim dettur í hug. Þannig ætti ekki að skilgreina innbrotsþjófa sem menn með innbrotagirnd eða dópsmyglara með ólæknandi dópsmyglsgirnd. Þetta eru einfaldlega menn sem fara yfir mörk sem þeim er vel kunnugt um að ekki á að fara yfir.

"Úff, mamma er búin að vera svo slæm af astma að ég bara varð að fara út að nauðga"

Hvur andskotinn er þetta eiginlega?

Hrikalega fór það í taugarnar á mér að horfa á þetta pervertíska gerpi skýla sér á bak við það sem hefur verið sagt við hann. Nota einhverskonar greiningu sem skálkaskjól fyrir það að fara út og gera meira. Mér er innilega slétt sama hvaða isma er klínt á svona skepnur. Þetta eru fullorðnir menn og sem slíkir eru þeir 100% ábyrgir fyrir því sem þeir kjósa að gera.

Hinsvegar eru yfirvöld ábyrg fyrir því hvað ber að gera við þessa afbrotamenn, eftir að upp um þá kemst. Persónulega finnst mér að það ætti að vista þá full time á hrauninu líkt og aðra sem fara yfir þau mörk sem við setjum okkur í samfélaginu. Reyndar ættu þessir að sitja lengur inni en flestir aðrir, þó að það sé sjaldnast niðurstaðan. Eftir að hafa nauðgað sex krökkum fær hann fimm ára dóm. Hvað er það? Kio Briggs fékk átta ár fyrir að smygla nokkrum e-pillum.

Svo fær barnanauðgarinn Ágúst að vera í fríu húsnæði og borða frítt á kostnað ríkisins og til að kóróna allt fær hann líka vinnu hjá tölvufyrirtæki. Vott ðe fokk? Einmitt. Látum barnaníðinginn fá tölvu og gefum honum að éta. Akkúrat. Og segjum honum að hann sé illa haldin af barnagirnd. Þá getur hann kennt öðru en sjálfu sér um gjörðir sínar og skýlt sér á bak við þennan agalega "sjúkdóm".

Það er eitthvað rotið í danaveldi. Eitthvað verulega rotið.