föstudagur, desember 01, 2006

Viti menn

Ég var að setja inn nokkrar nýjar greinar í blaðagreinahlekkinn hérna fyrir neðan. Þær eru reyndar ekki nýjar, en allavega nýjar á Alnetinu.

Hef samt ekki mikið annað að segja eins og er. Fyrir utan það að allir. Já, ALLIR, vinna þjónustustörf og það er mikilvægt að hafa þetta atriði í huga.

Mötuneyti 365 verður lokað á morgun og mánudaginn af því það er einhver nýr að fara að taka við. Það verður spennandi að sjá hvort sá kokkur búi til rétti úr pasta, tómatsósu og pylsum eða sjóði bjúgu eins og fráfarandi staff. Mér fannst þetta nánast dúllulegt, þetta atferli þeirra þarna í þessu mötuneytinu. Að láta sér detta það í hug árið 2006 að bjóða manni upp á bjúgu.
Ég beið bara eftir skyrhræringi, hrútspungum og tólgi... en það kom aldrei. Nútímalegu réttirnir voru svo pasta í smurostasósum eða eitthvað ámóta krassandi. :)

Sá sem tekur við þessu ætlar víst að bjóða upp á Smoothies. Það er framför. Hristingar eru alltaf góðir og í það minnsta ekki 1965 eins og *fcking* bjúgu!