Sorglega lélegur bloggari
...sem ég hef verið undanfarna daga og vikur. En málið er bara að þegar maður er að vinna við að skrifa allan liðlangann daginn (ég er sá maður) þá er oft svo lítið eftir af stafrófinu þegar heim er komið. Svo hef ég einhvernveginn ekki það mikið að segja. Ekki þessa sömu tjáningarþörf og áður.
Núna er mér illt í maganum. Sem betur fer borðaði ég ekki núðlurnar sem voru í matinn í mötuneyti 365 áðan. Þær litu andstyggilega út. Ef ég hefði borðað þær þá væri ég eflaust verr stödd núna.
Svei. Ég var með eitthvað sem ég ætlaði að tala um hérna en það er bara alveg farið úr mér. Best að horfa á "The Secret" sem er einhver andleg mynd sem hann Siggi mælti með.
og já. Mér finnst Jón Jón vera flott nafn.
|