Stórar stelpur
Ég er ekki mjög há, en ég er heldur ekki oggu poggu lítil. Ég er svona um 1.60 og það er fullt af konum sem eru jafn stórar og ég allt í kringum mig. Ég hef aldrei haft komplexa yfir því að vera ekki stærri enda engin ástæða til. Er satt best að segja ánægð að vera frekar í lægri kantinum en hærri því það er ekkert gaman að vera mjög stór stelpa held ég. Þær verða alltaf svo miklir risar á hælum og svo vilja þær aldrei eiga menn sem eru minni. Þetta takmarkar möguleika á makaleit svo um munar og þar af leiðandi verða þær að berjast um stóru strákana. Þeim er hinsvegar oft alveg sama hvað konur eru stórar... svo lengi sem þær eru ekki stærri en þeir sjálfir. Veit af pari þar sem hún var nánast höfðinu hærri en hann. Hún fékk hann alltaf til að ganga á gangstéttinni og svo gekk hún á götunni þegar þau voru að byrja saman. Henni fannst svo púkó að vera svona miklu stærri en hann. Flókið líf.
|