laugardagur, nóvember 04, 2006

Súkkulaðikarl

Ég var rétt í þessu að heyra eitt flottasta komment sem ég hef heyrt lengi. Var að hringja í mann vegna fréttar sem ég er að skrifa. Hann sagði þetta:

„Þú vilt eflaust ekkert tala við mig. Ég er bara stjórnarformaður hjá fyrirtækinu. Einhverskonar súkkulaðikarl. Talaðu frekar við verkstjórann...“

Hógværara gerist það varla... :)