Lebensborn
Í gær datt ég í það að stúdera Lebensborn börnin eftir að hafa lesið frétt um að þetta fólk hafi verið að hittast í fyrsta sinn í fyrradag. Þ.e. eitthvað um sextíu manns að mig minnir, en alls skiptu þessi nasistabörn þúsundum og voru flest í Þýskalandi og Noregi.
Þetta var ótrúlega furðulegt verkefni hjá nasistum (eins og þeir áttu jú til). Börnin voru sett upp á stall af því þau voru svo aríaleg í útliti, en svo var ekkert gert til að sinna þeim. Þau fengu mörg afleita menntun og litla ást. Lifðu fremur vondu lífi upp til hópa og áttu erfiða æsku, enda fæst hjá blóðforeldrum sínum og flest hjá annaðhvort einstæðum, fátækum mömmum sem höfðu látið nasista barna sig (og það þótti sko ekki fínt eftir stríð), hjá SS fjölskyldum eða bara á munaðarleysingjahælum eða svokölluðum Lebensborn heimilum. Svo lauk stríðinu. Þýskaland tapaði. Upp komst um allt það ljóta sem þeir gerðu og ergo... þá þótti það ljómandi fínt að hata þjóðverja. Börn þessi höfðu ekki gert neinum neitt en út af þessari tenginu við nasistaflokkinn upplifðu þau mörg hrikalegt einelti og illsku.
Merkilegt að í dag sé þetta fólk að hittast í fyrsta sinn. Flest komið á sjötugs aldur. Þau hafa eflaust um mikið að tala. Tár og tregi.
Meira um málið hér. Og svo um gervallt alnetið ef fólk sé í stuði.
|