fimmtudagur, október 12, 2006

Nip Tuck unaður

Þvílík unaðssæla. Var að klára fimm síðustu Nip Tuck s.4 þættina og það er allt á sínum stað. Trekantur með mæðgum, Vísindakirkjan, barn með humarhendur, líffæraþjófar og hvers kyns frávik frá því sem við köllum norm sem þessir dásamlegu handritshöfundar geta látið sér detta í hug. Verst hvað mér tekst að deila þessum æsingi með fáum öðrum en sjálfri mér. Það virðist enginn horfa á þetta og ef fólk gerir það þá er þessu svipað farið og með að finnast ólífur góðar. Það er bara af eða á og flestir sem ég minnist á þessa þætti við eru af. Kannski er ég í röngum félagsskap? Það hefur nú svosum komið fyrir mig áður.

Sjálf hef ég ekki séð einn einasta Friends þátt og þekki því ekki Fíbí og Tjandler persónulega eins og svo margir virðast gera. En Dr Troy og Dr MacNamara eru mjög góðir vinir mínir.