kanabis og elliglöp
Ég var að heyra þær góðu fréttir í útvarpinu áðan að nú væri farið að gefa alzheimers sjúklingum kanabis. Það virkar víst svo vel á rugluna.
Þetta þykja mér fínar fréttir.
Föðuramma mín fékk einmitt alzheimers, og ég er svona hálfpartinn að vonast til þess að fá það frekar en krabbamein, (ef ég þarf að fá einhvern sjúkdóm í ellinni (því alzheimerar oftast svo gleymnir og glaðir).
Það eygir því í möguleika á huggó stemmningu á hjúkrunarheimilinu. Happ í óhappi. 7/13. Sitja bara brosandi og hress, puffandi jónu samkvæmt læknisráði... ha?
|