föstudagur, október 13, 2006

Hamarshögg

Tók mér hamar í hönd.
Sló þrjú létt högg á hauskúpuna.
Hún opnaðist og út vall heilinn.
Úr heilanum spratt gaukur.
Hafði tekið sér bólfestu.
Munaðarlaus greyið.
Ég búin að dæla í hann allskonar hugsunum og þarna var hann, feitur og sæll. Sagðist þakka mér gestrisnina. Ég hafi gefið honum góða æsku. Svo kjagaði hann af stað. Flaug ekki, heldur kjagaði eins og mörgæs og leit ekki um öxl. Það tók hann tíu mínútur að ganga tuttugu metra. Ég sá hann hverfa af bílastæðinu og beygja fyrir horn. Stóð þarna bara og sagði ekki neitt. Með hamar í hendinni og heilan á mér liggjandi við hliðina á Skodanum. Það ringdi léttum úða, enda komið haust.