þriðjudagur, október 24, 2006

Fyrirmyndir

Aldrei gæti ég ímyndað mér að Garðabæjarstelpa sem spilar á klavíer og fær sér smoothies í morgunmat myndi taka sér Courtney Love til fyrirmyndar. Síður sé ég það fyrir mér að fimleikahoppandi 12 ára drengur sem verndar litlu systur sína og bónar bílinn fyrir pabba sinn færi að taka sér Detlef dýragarðsdreng sem einhverja fyrirmynd.

Nei, nei, nei...

Fyrirmyndir finna börn ýmist í sínu nánasta umhverfi og í þeim áhugamálum sem eiga hug þeirra allann. Þessvegna skiptir það engu máli þó að fólk sem notar eiturlyf troði upp í fjölmiðlum. Þau ungmenni sem ætla sér að nota dóp, gera það hvað sem öllu öðru líður.