Magnavakan
Það er eitthvað voðalega óþægilegt við "Magnavöku". Búið að fljúga einhverjum Snjólfi vini hans suður. Snjólfur tjáir sig í þrjár mínútur un hvað Magni sé "góður gaur". Þáttastjórnandinn spyr hvort Magni hafi verið syngjandi og dansandi frá fæðingu (hvernig spurning er það). Svo situr Birgitta Haukdal þarna og skammast sín fyrir eitthvað lag sem þau sungu saman í gamla daga á Skjá einum. Og svo eru þarna "rokksérfræðingar" líka. T.d. maður sem selur "magnara". Hohoho...
Þetta er voðalega krúttlegt. Þessi hetjudýrkun sem núna er bara alveg hömlulaus enda Magni að bæta okkur öllum upp sorgina og þjáninguna sem átti sér stað þegar Silvía Nótt komst ekki einu sinni upp í úrslit. Dónaskessa. Þetta Magni okkar. Háttprúður og vís. Og Spron að segja "Til hamingju Magni"...
Þetta gæti eins verið fyrsti Strumpurinn sem skotið er til tunglsins og fyrir neðan standa allir hinir Strumparnir, ótrúlega stoltir, og horfa á eftir vini sínum fljúga hærra og hærra.
|