þriðjudagur, september 26, 2006

Ég ætlaði að hætta bloggi

...og skrifa bók. Svo byrjaði ég að skrifa þessa bók og fannst hún leiðinleg. Þannig að ég hætti við að skrifa hana og fór að blogga meira. Enda ógeðslega einfalt að gera þetta og hvernig á mar að hætta þegar mar hefur skrifað svona daglega frá því barnsbeinið var blautt?

Kannski á ég eftir að skrifa bók einn daginn. Mig langar það alveg. Bara svona upp á djókið.