laugardagur, apríl 01, 2006

Smlogg

Það er nú ekki hægt að segja annað en að ég sé nokkuð að detta niður í bloggdugnaði. Kannski af því mar er vinnandi við skriftir daginn út og inn, kemur svo heim og gerir rútíneraða hluti og endar á því að nenna ekki að slá inn stafi um kvöldið. Kannski dettur mér ekkert merkilegt í hug. Hef ekki út á neitt að setja. Kannski að ég skrifi bara ljóð

Ég sat í strætó ástarinnar
ég var aftast
þú beiðst í rauðu skýli
ég sat sem fastast
þú beiðst í von um ást
von um að við myndum sjást
fannst hjartað kastast

En ég tók aldrei eftir þér
fór mína leið
með ellefu og tólf
í hjartanu tvö hólf
eitt fyrir ást
annað fyrir von
kannski einn daginn
eignumst við son



....þetta er nokkuð vont ljóð

Ég samdi einmitt eitthvað svona vont ljóð á servíettu heima hjá vinkonu um daginn og ætlaði að senda í keppnina um vonda ljóðið, en það varð aldrei úr því. Þannig er það nú...

Reyndar datt mér í hug fyrir löngu að halda vont ljóðakvöld, en það framkvæmdi ég aldrei, þannig er það nú...