Árans skrambans
Á að vera að skrifa eitthvað en hef ekki fundið neitt gagnlegt enn til að skrifa um. Allir ætla að fara að fá sér pizzu en þar sem ég fékk mér hitaeiningskammt vikunnar í gær á Kentucky þá ætla ég að segja pass og borða eitthvað annað.
Dr. Gunni er með frábært lag á síðunni sinni núna. Butthole Surfers síðan 1988. Mikið agalega hélt ég upp á þetta fína band hér í denn. Seldi Gísla Galdri vínilinn fyrir ekki svo löngu síðan. Horfði frekar á eftir minningum en vínil og er með létta zen stefnu heima sem gengur út á að safna ekki of miklu drasli í kringum mig. Nóg er af því samt. Sérstaklega verður það ljóst þegar maður býr með 15 mánaða terrorista sem getur sabotassað herbergi á innan við 30 sekúndum. Hlusta samt alveg enn á Rassgatakallana og finnst þeir enn jafn skemmtilegir og þegar ég uppgötvaði þá á árunum sem ég bjó í London og litla ljóta kolanámuþorpinu í Wales.
Í gær hitti ég ungan mann (15 árum yngri en ég) sem hélt að ég væri tíu árum yngri en ég er. Þetta getur bæði verið skemmtilegt og asnalegt. Asnalegt þegar það veldur misskilningi. Mysingi. Skemmtilegt af því það er svo gaman að vera sæææætttuuurrrrrr... og allt ungt er sætt... eða ekki...
|