föstudagur, mars 10, 2006

Hegel

Í gær fræddist ég töluvert um heimspekinginn Hegel. Margir segja að hann sé mesti torfari sem uppi hefur verið. Torskilið torf. En nú get ég vitnað í hann. Já. Eftir fræðslustundina í gær get ég vitnað í Hegel og Kant. Þó að ég viti lítið um báða. En það skiptir nátttúrlega engu máli. Það sem mestu skiptir er að fólk mun hugsa "Vá hvað hún Margrét er gáfuð og vel að sér að geta vitnað svona í Hegel" og það eru þau áhrif sem ég vil gjarna ná fram.