miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Til hamingju Ísland

Silvó fær að taka þátt í Júró. Annað hefði verið steinaldarlegur forneskju hugsunarháttur og fíflalegt. Netið er óstöðvandi. Það vita allir. Líka fólk sem hefur tekið perramyndir af sér og líka fólk sem hefur framleitt Hollywood myndir og líka U2 og Sigurrós. Og núna RÚV.

Svo langar mig að taka það fram að það er fátt verra fyrir eyrun en að hlusta á Led Zeppelin í hátalaranum á GSM símanum á meðan beðið er eftir manninum í "bilanir".

Og að lokum vil ég vitna í Álfgrím úr Brekkukots Annál (Anal-4u Hel með gel)...

"Orð hætta að hafa merkingu þegar þau eru sögð of hátt"

og síðast en ekki síst þá er hér glefsa úr Persónulega Fréttabréfinu:

Sæki Eddu út á völl á eftir. Hlakka rosalega til að sjá þessa litlu elsku. Undarlegt að vera viðskila svona lengi í fyrsta sinn.
Er illa sofin en kát engu að síður. Klædd í angórupeysu frá Calvin Klein. Tannlæknirinn sagði að ég væri með fullkominn prófíl. Sagði að eftir ráðstefnuna væri ég fræg hjá tannlæknum í Evrópu. Það er ekkert lítið segiégnúbara...