föstudagur, febrúar 03, 2006

Kókaínið hans Boy


Ég vona að hann Boy George fari ekki í fimm ára fangelsi fyrir að hafa haft 13 poka af kóki heima hjá sér. Hann hringdi sjálfur í lögguna... hélt að það hefði verið brotist inn.

Man eftir fyrsta skipti sem ég sá hann. Þá var ég svona 14 ára og fannst að þarna væri komin guðleg vera.

Do you really want to hurt me...?

Hvað með það þó Boy sé með vesen? Hann hefur aldrei gefið sig út fyrir annað en að vera vesenspési.