Sú sem fékk blaðamannaverðlaunin
...eða Gerður Kristný...skrifaði fínan pistil um Silvíu Nótt aftan á fréttablaðið í dag og við lestur hans varð mér enn og aftur hugsað til Rósu Guðmundsdóttur hinnar Tæ-ættuðu.
Margir muna kannski eftir Rósu í fjölmiðlum bakk in ðe leit næntís. Hún var alltaf að "meika það" í lessu og tónlistarbransanum en aldrei heyrðist tónn. Ekki múkk. Sat bara fyrir í Bleikt og Blátt og Vikunni en aldrei sást neinn söbstans.
Svo fékk Rósa sinn eigin sjónvarpsþátt þar sem hún horfði í myndavélina og svaraði spurningum viðmælenda sinna sjálf. Þátturinn var tekinn af eftir að þrír höfðu farið í loftið. Síðar startaði Rósa "talenta" fyrirtæki en ég veit ekkert hvað varð um það.
Rósa finnst mér vera guðmóðir Silvíu.
Í gærkvöldi flokkaði ég reikninga og horfði á amerískar vel vaxnar stelpur liggja ofan í loðnukari og reyna að ná lykli með munninum.
Mikið væri nú skemmtilegt ef leikhúsin myndu taka sig til og bjóða upp á einhverjar svona raunveruleika útfærslur líkt og sjónvarpsþættirnir gera. Þá myndi ég hugsanlega hafa meiri áhuga á því að fara í leikhús, en hingað til hefur mér oftar en ekki þótt það mikil þjáning að sitja á leikhúsbekk. Hringleikahús þar sem maður fær að finna lyktina af svita óttans er mun meira krassandi. Aftur til Rómar. Já takk.
|