Name drop
Ég er í "name-drop" keppni við Möggu Vaff vinkonu mína. Hef þegar getað droppað feitum klessum en reyni í dag að bæta um betur með því að birtast sjálf í hálf tilgangslausum pistli í Birtu. Þá kannski fer einhver að droppa mínu nafni. Það er náttúrlega langtíma markmiðið.
"Já, ég hef hitt Möggu Best" á fólk eftir að segja eftir að hafa staðið fyrir aftan mig í 10/11. Eða "Ég sá Möggu Best á Læknavaktinni í gær".
Hingað til held ég að klímaxið í mínu neim droppi séu Evan McGregor og Monica Lewinsky, en ég stefni samt hærra ef hærra verður komist.
|