mánudagur, febrúar 13, 2006

Hvað ertu gömul?

Í dag tók ég viðtal við krabbameinslækni sem endaði á að spyrja "hvað ertu gömul vinan" og ég muldraði "öööö... mmmmm....þrjátjofimm"... (mundi það ekki alveg) og það sló á hann vandræðalegri þögn. Svo muldraði hann til baka "þrjátjofimm já. jájá."

Mér þótti þetta heldur sérstakt...ég vissi að ég væri með unglega rödd en ekki...fyrir utan það hversu ástæðulaust það virðist vera að spyrja blaðamann á línunni hvað hann er gamall...

Ekkert toppar þó skiptið þegar ég var 24 ára og ætlaði að fá mér rettu inni í sendiferðabíl eftir að hafa burðast við að flytja. Bílstjórinn horfði á mig hneykslaður og frussaði "Ertu að fara að REYKJA!? Hefur ekki einu sinni aldur til að KAUPA sígarettur!!".

Þá var aldurstakmarkið á rettukaupum 14 ára.

Þetta á ég því að þakka að ég sef í Tupperware dós á hverri nóttu og geymist því afar vel.