Bleyta
Það rignir svakalega þetta sumarið. Annað eins hef ég ekki séð. Núna hugsa ég bara um Spán og strendur og langar að komast í burtu í gott og heitt frí. Taka skemmtilegu stelpuna mína með. Hafaða kósí og drekka ananassafa og lykta eins og kókosbolla með sand í rassi.
Verst bara að það er svo mikið að gera. Íbúðin bráðum reddí og þá þarf ég að flytja, svo er það bústaðurinn og í haust einhver massív kjálkaaðgerð þar sem aumingja ég verð víruð saman í mánuð og þarf að súpa allt úr röri. Hrikalega súrt og ég kvíði þessu skelfilega enda með fóbíu fyrir svæfingum, en einn kostur verður þó á þessu... ég missi aukakílóin sem settust á litla búkinn eftir að Edda hafði mallast og komið í heiminn.
Það verður fínt því ég kann ekki alveg að vera með breiðan rass. Er alltaf að rekann utan í fólk og slá börn, dverga og sitjandi fólk í framan með honum.
Í dag ætla ég svo að skipuleggja raflagnirnar í íbúðinni. Hafa heimabíós hátalara í veggjum. Síma og sjónvarpstengi saman til að vera viðbúin ljósleiðaranum mikla og tæknibyltingum framtíðarinnar. Tæknivætt gamalt timburhús. Er eitthvað betra? Ný sál í gömlum líkama.
|