Apar
Vissir þú að apar upplifa sig sem okkur. Það er að segja, þeir upplifa sjálfa sig og okkur mennina sem eina tegund og svo hin spendýrin sem aðra tegund. Þetta er hárrétt hjá þeim. Ég held bara að við manneskjurnar séum í afneitun á þetta af því okkur finnst ekki nógu smart að vera apar. Viljum endilega vera eitthvað meira. Ekki nóg að vera bara klár api.
Talandi um að vera klár. Mér finnst svo merkilegt hvað fólk getur verið heimskt og klárt í senn. Allir sem ég þekki, og þar með talin ég sjálf, eru á einhvern undursamlegan hátt bæði vel og illa gefnir í einu. Fer bara eftir sviðum. Klár á sumum sviðum, vitlaus á öðrum. Hálf kona, hálfur api. Hálft dýr, hálfur engill.
|