mánudagur, febrúar 07, 2005

Stríðni

Ef þig langar til að stríða einhverjum þá er gaman að spyrja
"Finnst þér eins og þú hafir verið einhversstaðar áður"?
Manneskjan á mjög líklega eftir að fá dulrænan svip og byrja að tala um einhverja vitleysu. Þá stoppar þú hana af og endurtekur spurninguna.
Svo er líka gaman að rétta einhverjum puttann á sér og segja "Finnurðu náladofann".
Manneskjan á mjög líklega eftir að taka í puttan til að finna en fattar eftir örfáar sekúndur að það er ekki hægt. Þá verður hún asnaleg á svipinn og það getur verið gaman.

Núna eru nýbúabörn að syngja tælenska söngva úti á götu hjá mér með grófum skrækjum.
...Talandi um innflytjendur. Það er lítið gengi á flakki hér í Þingholtum af þeldökkum strákum sem eiga það sameiginlegt að vera þeldökkir. Einn virðist vera af indverskum uppruna, nokkrir tæ og filipseyskir, einn alsvartur og annar hálfsvartur. Þeir hanga saman í hóp, reykja, eru með keðju í buxum og virka á allann hátt sem hættulegir litlir pjakkar. Svo eru þeir með tattú en varla meira en 14 ára.
Það er eitthvað Transmetropolitan við þetta. Klúbbur þeldökkra.

Aftur að stríðni...

Ef einhver er að flytja dót úr bíl. Fer inn og út úr húsinu með kassa. Þá er mjög gaman að fela sig í hálftómu skottinu og halla lokinu aftur. Þegar manneskjan kemur grandalaus aftur og ætlar að sækja síðasta hlutinn í skottið þá sprettur þú upp með viðeigandi góli. Manneskjan á mjög líklega eftir að hrökklast marga metra afturfyrir sig í helberu sjokki og þú átt eftir að skrækja af kæti eins og púki í skottinu.