Kaffihúsa gagnrýni
Jæja, ég skrapp á þessa Rauðu Myllu á Skólavörðustíg í dag og segi ekki annað en að þarna sé enn eitt viðskiptaklúðrið á ferð.
Í fyrsta lagi var ekkert á boðstólnum. Það vantaði næstum því allt í afgreiðsluborðið og þetta á að heita bakarí. Hverjum dettur í hug að reka kaffi/veitingahús og bjóða ekki upp á nema tvö rúnstykki með sveittum osti og örfá krossönt? Svo var afgreiðslukonan einhvernveginn meðvirk með svona stressað augnaráð og illa girta svuntu og umhverfið var allt svona berangurslegt og gerfi antík legt. Á klósettinu vantaði handþurrkur og hurðin var of stór þannig að það var átak að loka henni. Enginn tónlist var á staðnum heldur þrúgandi þögn þar sem það voru bara örfáir gestir á staðnum. Við Marta og einn gamall feitur karl sem drakk mjólk og át smáköku. Á meðan Marta og ég sátum þarna inni komu svona 5 kúnnahópar sem sneru aftur við af því það var ekkert til af veitingum.
Að lokum komu blaðamaður og ljósmyndari frá Mogganum sem biðu í ca hálftíma eftir eigandanum og voru orðnir ansi pirraðir þegar hann lét ekkert á sér kræla. Var enn ekki kominn þegar við Marta fórum.
Merkilegt hvað fólk getur klúðrað fínustu möguleikum með sinnuleysi og hallærisgangi. Þrátt fyrir að Rauða Myllan sé góð hugmynd og vel staðsett með alla möguleika til að verða fyrirtaks kaffihús þá spái ég henni mjög skammri ævi og kenni um eiganda sem hlýtur að hafa eitthvað brenglaða forgangsröð í lífinu og skertan hæfileika til að fylgja góðri hugmynd úr höfn.
Við skruppum líka inn á Frú Fiðrildi, en það er nafnið á þessu bleika fína kaffihúsi. Mér leist mjög vel á þann stað en þetta er víst bæði búð og testofa, eða kaffihús... Voða fínt alltsaman og kvenlegt og gamaldags en mjög lítið og þröngt þannig að það er kannski ekki alveg hlaupið að því að hanga þarna og tala um sín allra persónulegustu mál.
Spurði hvort að það væri mikið um karlmenn sem kæmu að fá sér te svona "eftir leikinn" en hún kímdi og sagði nei... karlmennirnir sem koma hingað eru nú aðallega hommar.
Já, það verður gaman að fara og hugga sig þarna innan um blúndur og blóm... og stöku homma.
Semsagt... niður með Rauðu Mylluna, Upp með Frú Fiðrildi!
|