mánudagur, janúar 17, 2005

Vont skap

Ég var í vondu skapi þegar ég skrifaði færsluna hér fyrir neðan. Það er mjög gott að taka vont skap út á mollum.

Í dag er ég hinsvegar í góðu skapi. Enda fór ég út. Hafði ekki farið út í marga daga sökum veikinda. Var kominn með einhversskonar cabin fever, eða geimfarasótt. En í dag fór ég út og þrammaði um miðbæinn með vagninn og kærastann mér við hlið.
Við fórum með hana dóttur okkar í 6 vikna skoðun og hún er rosa hress og heilbrigð. Og hún er hávaxin. Verður eflaust svona dóttir sem er höfðinu hærri en mamma sín. Ég verð svona litla mamman eitthvað að ybba sig og dóttirin á eftir að horfa svona niður á mig eins og vinalegur hegri. Magga tístandi fyrir neðan með fingur á lofti að bölva mollum og meikuðum Bubba. Nei, sjæse. Vonandi verður maður kominn yfir þessi issjú eftir 15 ár. Ha?
Þá verður Bubbi líka farinn að spila á skemmtara á elliheimilum og kominn með hárkollu. Og mollin eiga eftir að vera tóm og yfirgefin draugabæli með graffitíi en Laugavegurinn mun blómstra sem göngugata með útimörkuðum, kaffihúsum of.l. Haleljúah! Þá verður hamingja í Reykjavík! Haaalllelújah! Þá mun borgin blómstra... ójá! Hverfisgatan meira að segja mun fá á sig aukinn lit og hætta að vera skítuga barnið hennar Evu. Hverfisgatan mun líka dafna. Ó já! Það eru dýrðardagar í nánd. Ójá... halelújah, halelújah.