Við erum fávitar
Þarna skeit Oddi ærlega á sig. En það sorglega við þetta er að þetta var ekkert meðvitað. Við erum nefninlega öll alin upp við að tala niður til kvenna eða tala illa um konur (keyrir eins og kelling, hleypur eins og stelpa, píkulegur os.frv) , og hvers vegna ætti þá ekki að vera í lagi að henda fram gömlum málsháttum þess efnis. Sjæse fokk.
Við verðum að reita illgresið í okkar andlega garði! Fleiri sjálfseflingarnámskeið þó ekki sé nema einka prívat peppnámskeið í heimahúsi fyrir framan spegilinn þar sem maður horfir á sig og segir "Þú getur þetta stelpa! Þú ert frábær! Ekki vera feiminn!"
Það þarf að vinna þetta upp eftir aldalangar niðurlægingar og fleiri kynslóða uppeldi sem segir oss að konan sé eitthvað verri en karlinn fyrir það eitt að hafa fæðst kona. Var einmitt að horfa á litlu stelpuna mína í gær og hugsa að þarna væri lítil manneskja sem hefði ekki hugmynd um af hvaða kyni hún væri. Það er ekki fyrr en heimurinn fer að segja manni það að maður veit það.
Sjálf fann ég ekki fyrir því fyrr en ég varð kynþroska og strákar fóru að koma öðruvísi fram við mig. Enda alltaf svona hálfgerð "strákastelpa" sem þótti hið besta mál (að vera "stelpustrákur" er hinsvegar ekki eins gott).
Ég ætla svo sannarlega að standa mig í því að veita dóttur minni auka pepp og reyna að koma inn hjá henni þessu meðvitundarleysi sem ég var blessuð með svo lengi. Hvetja hana til dugnaðar og sjálfstæðis. En ekki hamra eilíft á því hvað hún sé sæt og fín í prinsessukjólnum sínum... þó að það verði að sjálfsögðu að fylgja líka... þeas ef hún fílar prinsessur. Vona að hún verði meira fyrir Línu, sem er EINA kvenhetjan sem litlum stelpum býst sem fyrirmynd. Restin eru bara einhverjar puntudúkkur... eða hvað... vantar mig update?
|