miðvikudagur, janúar 19, 2005

Graða ljóðskáldið

Núna er ég að lesa bók eftir ljóðskáldið Steinar Braga. Hún heitir Áhyggjudúkkur en af þessum fyrstu síðum að dæma þá hefði hann betur skírt hana Greddupúka. Allir eru voðalega graðir í bókinni. Allir að hugsa um físnir holdsins í einni eða annari. Klaufaskapur af honum að rangnefna þetta svona. Hún hefði selst miklu betur ef hann hefði skírt hana Greddupúkar.

Mér finnst að þessir krakkar sem eru að skrifa bækur þar sem allir eru rosa graðir og opnir með saurugar hugsanir sínar ættu að koma hreint til dyranna og kynna bækurnar sem slíkar. Þá veit fólk að hverju það gengur og unglingar myndu biðja um þetta í jólagjöf og svona.
"Mætti ég biðja um póst móderníska greddubók í jólagjöf amma, veldu bara eitthvað skemmtilegt".