miðvikudagur, janúar 05, 2005

Sviti

Sumt fólk svitnar bara af kaffi og sígarettum. Sá sviti ku vera gulur. Sumt fólk styðst við kaffi og sígarettur til að koma sér í form. Sumir svitna af stressi. Aðrir af æsingi. Margir svitna eflaust yfir Idol keppninni. Og mikið af fólki svitnar í lófunum þegar það er kvíðið. Ég svitna af því að gefa barninu mínu að drekka. Mikið meira að segja. Það er víst eðlilegt. Ég drekk svona tvo lítra af vatni á dag. Eða meira.