Á hann að fara í meðferð?
Þetta er ansi skemmtilegt. Unglingspiltur að spá í hvort hann eigi að fara í meðferð eða ekki og skoðanir vina hans á því.
Þetta er greinilega einn af þessum unglingspiltum sem á ROSALEGA margar stelpuvinkonur sem finnst hann algert æði en langar EKKERT til að vera með honum. Eftir að ég áttaði mig á þessu félagslega fyrirbæri þá hef ég alltaf vorkennt þessum týpum svolítið. En góðu fréttirnar eru þær að þeim vegnar yfirleitt miklu betur þegar þeir eldast. Þá eru þeir flottustu gaurarnir og konan hans og hann sjálfur verða örugglega rosa fínir vinir. Vonum að þessi gutti fari í meðferð og verði almennilegur. Þá á hann góðan séns.
|