föstudagur, janúar 14, 2005

Bubbi með kinnalit

Já, mikið var Idol þátturinn asnalegur. Brynja krútt skeit algerlega á sig en slapp af því hún er lítil og mjó og dúlluleg. Fólk kemst ótrúlega langt á því að vera krúttlegt stundum. (Viðskiptahugmynd. Krúttnámskeið Margrétar og Þorvaldar) ...
...Nanna datt út af því hún er 29 ára og úr Hafnarfirði en ekki 22 ára frá Vestmannaeyjum eða einhverju krummaskuði þar sem fólk hefur ekkert betra að gera við peningana sína en að senda 300 sms í Idolið.
Verstur var hann Bubbi. Með eyeliner og kinnalit. Strákarnir á Borginnni. Ógn og skelfing.
Jónsi er náttúrlega svo fullkomlega gay að það skipti engu máli á honum og Þorvaldur eins og krúttlegur búálfur í Þykkvabæjarsnakksauglýsingu, en Bubbi, með eyeliner og kinnalit. Það er hreinlega bara ógnvekjandi. Mér leið illa. Varð hrædd.

Vonandi verður önnur sminka næst.