fimmtudagur, desember 16, 2004

Smá röfl og smá bjartsýni

Hvað það er ógeðslega dimmt úti og kalt.

Ég fór út og lét plokka brúnirnar mínar áðan og það fraus næstum því undan mér þegar ég kom út úr bílnum. Púff! Fékk raunveruleikasjokk, enda búin að vera inni eins og blóm í eggi í marga daga og hef nánast ekkert brugðið mér af bæ.
Það er betra að vera inni á þessum tíma.
Mig hefur lengi langað til að vera svona dýr sem er afsakað yfir veturinn þegar það legst bara í hýði og lætur ekki sjá sig fyrr en um vorið. Það væri sko ljómandi. En það var reyndar líka ljómandi að láta fikta í augabrúnunum sínum. Ég er hálfpartinn orðin eins og Fjalla-Eyvindur í útliti (og Björn er eins og Halla). Ég kemst ekki í nein almennileg föt og er svona hálf álappaleg eitthvað að eigin mati. Á mánudaginn fer ég svo í klippingu. Það er fínt! Svo kemur þetta smátt og smátt. Buxurnar eru að víkka og ég passa aftur í aðra skó en Ecco skóna. Gaman! Gaman að skreppa saman.