Hannes Hólmsteinn
Allý finnst fyndið hvað fólk er duglegt að ausa lofi á nýju Halldór Laxnes bókina eftir þennan Halldór. Mér finnst það líka. Og mér finnst asnalegt hvað það er allt í einu eitthvað politically correct að vera á móti Hannesi. Sjálf hef ég aldrei séð hvað er svona mikið að honum. Hann á að vera eins og einhver Loki í mannsmynd. Honum er meira að segja bölvað fyrir það að vera hommi. Talað um að hann sé barnaníðingur og hvaðeina... einmitt. Veit ekki betur en að þetta sé bara rosalega vel gefið nörd sem hefur gaman af öllum fjandanum og elskar Davíð sinn eins og svo margir aðrir. Myndi helst vilja vera með honum ef það væri ekki fyrir þessa konu hans. Þá segir fólk að hann hafi verið með syni Dabba. Yeah right.
Þessi bók hans um Laxa kemur víst bara inn á einhverjar staðreyndir sem taka Laxa af guðastallinum. Gera hann mannlegan. En það má náttúrlega ekki. Allir sem gera það gott erlendis eru heilagir á Íslandi og Laxi fékk jú nóbelinn. Ha? Ekki vanhelga svoleiðis menn með því að minnast á að þeir haldi kannski framhjá og eitthvað...
Hér með lýsi ég yfir stuðningi við Hannes Hólmstein! Hann lifi! Næst má hann skrifa opinskáar ævisögur Bjarkar Guðmundsdóttur og Vigdísar Finnboga.
Og hver ætli fái næstu bókmenntaverðlaun? Kannski Arnaldur? Smá séns. Hann selur jú svo vel í Þýskalandi.
|