Dagur
Fór út með litla ungann í dag og var eins og úber stressuð læða yfir kettlingi. Gekk á tánum.
Við fórum bara að skoða vagna, en ég var ekki alveg að meika það. Þarf að bíða aðeins lengur. Þangað til í næstu viku. Svo líkar mér líka þessi innivera. Alltaf eitthvað svo kalt úti. Gott að vera bara inni og hafa kveikt á kertum og horfa á kassann og gefa henni að drekka og kjafta í síma og fá gesti og gera kaffi og rista brauð og skoða dót á netinu og lesa Kleifarvatn og kjafta við Björn og elda og fara í sturtu og blogga og skrifa emaila og slaka á og jabbna sig eftir alla óléttuna.
|