sunnudagur, nóvember 28, 2004

Óléttu neikvæðni

Ég er skelfilega neikvæð eitthvað þessa dagana enda alveg að verða búin áðí hvað óléttuna varðar.
Það á ekki að vera hægt að vera svona þung-uð og svona þrútinn af uppsöfnuðu vatni í líkamanum. Heilinn bólgnar líka og allri tilverunni er lifað eins og í hlaupi. Volgu, glæru hlaupi sem dempar öll hljóð og alla hugsun og gerir allt alveg svakalega hægt og slow-mo legt. Allir í kringum mann eru bara hressir í sinni kjörþyngd, skoppandi eitthvað um í jólasprelli, en ég, aumingja greyið ég er búin að bæta á mig heilum 26 kílóum, kjaga um eins og ofalinn köttur eða fíll eða flóðhestur og aldrei, aldrei, aldrei á ævinni hefur þetta komið fyrir mig áður að verða svona þung. Mikið vorkenni ég þessu fólki í heiminum sem étur svo mikið að það verður svona þungt. Þetta er ekki á einn líkama leggjandi. Maður þarf að einbeita sér að því að halda jafnvægi og ég veit ekki hvað og hvað.

Ég hef húmor fyrir þessu og er að bugast á víxl. Hreinlega tel niður dagana þar til þessi litli íbúi minn kemur út og í fangið á mér svo að við getum farið að dansa og valhoppa saman og hún fær að fitna og braggast og ég fæ að fara aftur í mín ágætu 50 kíló sem hafa hentað mér svo assgoti vel síðustu áratugina. Ó já ójáójá Hemmi minn.


þunga kúlan Posted by Hello