Heimilisofbeldi
Hvernig varð framhaldið með þennan mann sem var sýknaður fyrir að berja konuna sína... þar sem hann "grunaði hana um framhjáhald" og "sambandið var stormasamt".
Er hann bara úti á röltinu núna, jafnvel að deita nýja kærustu?
Ætli hann sé feginn að hafa "sloppið"?
Hvernig ætli hann hugsi til mannsins sem myrti konuna sína fyrir að hafa grunað hana um framhjáhald?
Ég veit það eitt að ég skil ekki íslenska dómstóla og þeirra forgangsröð í málum sem þessum.
|