Afi 75 ára
Jæja, afi minn er 75 ára í dag. Hressi kallinn. Var að tala um að það væru flestir vinir hans og jafnaldrar hrokknir uppaf og því um að gera að þakka fyrir hvert auka ár með því að halda upp á afmælið. Hann býður í mat um helgina. Eldar að sjálfssögðu allann pakkann sjálfur eins og vanalega og flýgur fram og aftur á milli eldhúss og borðstofu. Það er ótrúlegur kraftur í afa og gaman að sjá þegar svona "gamalt" fólk tekur ekki þátt í því að verða gamalt. Til dæmis er hann rosalega mikið inni í öllu sem er að gerast í bíó, kaupir sér dvd myndir og fylgist með pakkanum. Svona á að faraðessu...
|