föstudagur, nóvember 19, 2004

Fókus pókus

Undarlegt þetta fólk á DV og Fréttablaðinu. Ég var fenginn sem svona álitsgjafi á plötuumslögum í Fókus í dag (voða gaman, valdi fimm bestu og fimm verstu) og svona til að toppa sjálfa sig, þá notuðu þessir gúbbar ranga mynd eða rangt nafn, í FJÓRÐA sinn á þessu ári.
Málið er nefninlega að stundum hringja kollegar í mig og biðja mig um að gera eitthvað svona fjölmiðla eitthvað. Og svo lengi sem það er ekki alveg út úr kú, þá segi ég oftast já við þessum beiðnum. En að það skuli aldrei vera hægt að birta rétta mynd af mér undir nafninu mínu, það skil ég ekki. Vonandi verður þetta leiðrétt á morgun. Annars fer ég með handrukkarana mína á staðinn, læt þá binda blaðamennina sem klúðruðu þessu í stólana sína og hefta mynd af mér með réttu nafni á skrifborðin þeirra. Arg!