föstudagur, október 22, 2004

Svefnleysi

Ég sef illa á nóttunni og bæti mér það upp með því að sofa á daginn. Óléttan gerir þetta að verkum og það er margt sem spilar inní. T.d. blokkerað nef, lítill búkur sem þrýstir á lungun og blöðru sem og bjúgur ofl.

Áðan lagði ég mig og dreymdi að ég væri háseti á togara. Það var hressandi. Þetta var vel málaður, skínandi fallegur togari. Konur og karlar voru jafnvíg sem sjófólk á þessum bát. Þetta var góður andi. Fallegur heiður himinn. Sléttur glampandi sjór. Við lögðum af stað klukkan sex fyrir hádegi.