þriðjudagur, október 19, 2004

Ný blaðagrein

Blogglesandi benti mér á að blaðagreinabloggið mitt hefði dottið út. Ég kippti því í liðinn og bætti um betur með því að henda inn greininni sem ég skrifaði um lýtalækningar. Þar má lesa um skoðanir mínar á því fyrirbæri í fullri lengd. Ó já. Kem svo til með að vinna eitthvað í þeirri síðu á næstu dögum svo að fólk geti nú baðað sig almenninlega í hausnum á mér... úúúúhhhhhhh....