Óléttir pabbar (og álfar)
Ég var í foreldrafræðslu áðan. Fór ein af því kærastinn minn er í útlöndum í tvo daga. Þetta var mjög fróðlegt. Ég sat á baunapúða sem var splunkunýr og konan sem hélt fyrirlesturinn hafði rosalegan áhuga á því hvernig púðinn gagnaðist okkur óléttu konunum. Svo tók hún okkur í nuddkennslu og notaði mig sem sýningargrip af því ég var sú eina sem var ekki með karli. Hún stillti mér upp með rassinn í hópinn, lét mig beygja mig fram á stólbak og nuddaði svo á mér afturendann í eilífðartákn, eða svona eins og átta á hlið. Þetta var mjög spes. Ég svitnaði. Svo fór ég á Grænan Kost.
Furðulegt hvernig það er sparað til á þessari fæðingadeild. Þarna eru konur að koma framtíðinni í heiminn og allar ljósmæðurnar kvarta undan vanbúnaði á deildinni. Assgoti merkilegt. Ef ég ætti þrjár óskir þá myndi ein vera sú að karlar gætu líka orðið óléttir. Hinar tvær.... Að við myndum öll missa málið í viku ooooggggggg...... að blóm og ljós og allskonar svona álfar væru til... Þeir myndu lífga svo uppá.
|